Hátíðarmatseðill og ljúfir tónar í Eyvindartungu

30. nóvember kl. 19:00

Vinastræti Veitingahús í Eyvindartungu þann 30. nóvember kl. 19:00

Unnur Malín sér um söng og ljúfa tóna

Vinastræti veitingahús sér um veitingar og þjónustu

(forréttir og aðalréttir eru bornir fram á borðið)

Forréttir

Kryddsíld, rauðrófusíld og karrýsíld með grænum eplum

Grafinn og reyktur lax með heimagerði sinnepsósu

Lifrakæfa með sultu og pikkluðum rauðlauk

Heimabakað fjagrakorna brauð

Rúgbrauð, súrdeigsbrauð og smjör

Rauðspretta og remúlaði

Egg og rækjur


Aðalréttir

Purusteik með heimagerðu rauðkáli, súrsuðum gúrkum og brúnuðum kartöflum

Hægeldað og marinerað nautafille með waldorfsalati

Lambarille (rifið lamb) og brún sósa

Klassískt Jólameðlæti


Eftirréttahlaðborð

Hrísgrjónagrautur með möndlum og kirsuberjasultu

Frönsk súkkulaikaka með baileys-rjóma

Eplakaka Vinastrætis, rjómi og ís

Kaffi og með því á boðstólnum


14.000. krónur á mann

Allur matseðillinn fyrir það verð

Sjáumst í Eyvindartungu 30. nóvember!

Fyrirspurnir er hægt að senda á [email protected] eða hringja í síma 888-3331 og tala við veislustjórann okkar, Sæþór.

Share by: